23.5.2008 | 17:02
Landafræði
Á þessari önn í landafræði vorum við að vinna með lönd í Evrópu. Við áttum að búa til Powerpoint um tvö lönd. Ég valdi Hvíta-Rússland og Austurríki. Mér fannst gaman að vinna þetta verkefni og mér fannst það fræðandi :D Þegar ég var að vinna þetta verkefni lærði ég mikið um löndin. Mér fannst skemmtilegra að læra um Austurríki. Ég fann upplýsingar á netinu; á google og wikipedia. En myndirnar voru allar aðallega frá google. Mér fannst erfitt að finna upplýsingar um Hvíta-Rússland og þess vegna voru glærurnar færri í Powerpointinu mínu um Hvíta-Rússland.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2008 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 14:21
Kvæði um Eglu!
Hérna fyrir neðan sjáið þið movimaker um kvæði sem að ég og Rakel sömdum. Þetta var hópvinnu verkefni í Eglu. Það voru nokkur verkefni sem mátti velja um en minn hópur valdi að gera leikföng, skrifa um Knörr og gera moviemaker um kvæði sem við sömdum. Í hópnum mínum voru: Phitak, Rebekka Ósk, Línhildur Sif og Rakel. Mér fannst gaman að vinna þetta verkefni og ég vona að ykkur finnist þetta einnig skemmtilegt.
Takk fyrir!
23.5.2008 | 12:49
Anne Frank
Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndbandið mitt um Önnu Frank. Ég vann í þessu myndbandi í ensku. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og fræðandi. Kennarinn minn var Auður Ö. Í ensku þessa önn vorum við nefnilega að læra um Önnu Frank. Við hlustuðum á dagbók hennar og unnum í verkefnahefti og síðan þurftum að gera Moviemaker um Önnu Frank. Við gerð þessa verkefnis lærði ég margt um Önnu Frank og seinni heimstyrjöldina.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2008 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 14:39
Passíusálmarnir eftir Hallgrím Pétursson
Hérna fyrir neðan sjáið þið myndband af passíusálmunum sem Hallgrímur Pétursson skrifaði. Ég gerði þetta myndband í skólanum. Við áttum að velja okkur eitt ljóð eftir Hallgrím og búa til myndband um það. Mér fannst svolítið erfitt í byrjun að ná áttum á þessu því að þetta var fyrsta sinn sem ég notaði moviemaker forritið. Þetta var skemmtilegt verkefni og tókst mjög vel.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2008 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 11:01
Tenglar
Nú er komin nýr tengill inn á þessa síðu sem heitir Mínir Tenglar. Þar er ég búin að skrifa nokkrar vefsíður sem hjálpa mjög mikið við allskonar verkefni sem maður vinnur.
Á þessa bloggfærslu ætla ég að segja ykkur af hverju ég valdi þessar síður og hvernig þær eru nytsamlegar.
1. nams.is er síða Námsgagnastofnurnar. Inn á henni er hægt að fara í allskonar forrit í íslensku, stærðfræði, dönsku o.fl. Þessi síða hjálpar mjög mikið við að læra t.d. undir próf. Mér finnst rosa gotta að fara inn á hana og læra.
2. wikipedia.org. Þessi síða virkar svolítið eins og google.is. Það er hægt að leita af allskonar upplýsingum þarna og á mörgum tungumálum, en stundum er hægt að finna upplýsinga þarna sem ekki hægt er að finna á googlee.is. Þess vegna mæli ég með þessari síðu þegar maður er að leita upplýsinga.
3. google.com. Á þessari síðu er hægt að leita allskonar upplýsinga, síðum, myndum o.fl. Þessi síða er mjög gagnleg við að finna myndir og upplýsinga fyrir allskonar verkefni, eða hvað sem er.
4. flickr.com. Á þessari síðu er hægt að finna allskonar myndir sem maður finnur ekki á google.com. Þessi síða hefur hjálpað mér með svo sem þegar ég var að leita af myndum fyrir verkefni um Hallgrím Pétursson.
5. rasmus.is. Þessi síða er mjög góð og gagnleg stærfræði síða fyrir unga jafnt sem aldna. Þar er hægt að taka stærfræðipróf í t.d. almennum brotum, jöfnum, rúmmál o.fl. Þessi síða hjálpar mjög mikið við lærdóm í stærfræði.
Menntun og skóli | Breytt 18.4.2008 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 09:25
Hallgrímur Pétursson
Núna á seinustu önn var ég að vinna verkefni um Hallgrím Pétursson. Kennarinn gaf okkur blöð og og við skoðuðum síður um Hallgrím. Þegar ég var orðin vel fróð um þennann einstaka mann átti ég að búa til glærukynningu um hann og vista hana inn á netið.
Við vinnu á þessu verkefni lærði ég mjög margt. Ég lærði t.d. margt um ævisögu Hallgríms og skoðaði nokkur ljóð. Ég lærði að setja bakgrunn á powerpoint glærur, setja hljóð og hreyfingu á texta. Það var ekki neitt sem var sérstaklega erfitt.
Þegar við vorum búin með glærurnar þurftum við að vista þær inn á slidshare.net. Mér tókst að vista þær ágætlega vel nema í fyrstu misheppnaðist að vista þær hjá mér en í seinna skiptið gekk allt svaka vel.
Þett var mjög fræðandi verkefni og ég vona að þið lærið margt af því að skoða þessar glærur.
Góða skemmtun
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)