17.4.2008 | 11:01
Tenglar
Nú er komin nýr tengill inn á þessa síðu sem heitir Mínir Tenglar. Þar er ég búin að skrifa nokkrar vefsíður sem hjálpa mjög mikið við allskonar verkefni sem maður vinnur.
Á þessa bloggfærslu ætla ég að segja ykkur af hverju ég valdi þessar síður og hvernig þær eru nytsamlegar.
1. nams.is er síða Námsgagnastofnurnar. Inn á henni er hægt að fara í allskonar forrit í íslensku, stærðfræði, dönsku o.fl. Þessi síða hjálpar mjög mikið við að læra t.d. undir próf. Mér finnst rosa gotta að fara inn á hana og læra.
2. wikipedia.org. Þessi síða virkar svolítið eins og google.is. Það er hægt að leita af allskonar upplýsingum þarna og á mörgum tungumálum, en stundum er hægt að finna upplýsinga þarna sem ekki hægt er að finna á googlee.is. Þess vegna mæli ég með þessari síðu þegar maður er að leita upplýsinga.
3. google.com. Á þessari síðu er hægt að leita allskonar upplýsinga, síðum, myndum o.fl. Þessi síða er mjög gagnleg við að finna myndir og upplýsinga fyrir allskonar verkefni, eða hvað sem er.
4. flickr.com. Á þessari síðu er hægt að finna allskonar myndir sem maður finnur ekki á google.com. Þessi síða hefur hjálpað mér með svo sem þegar ég var að leita af myndum fyrir verkefni um Hallgrím Pétursson.
5. rasmus.is. Þessi síða er mjög góð og gagnleg stærfræði síða fyrir unga jafnt sem aldna. Þar er hægt að taka stærfræðipróf í t.d. almennum brotum, jöfnum, rúmmál o.fl. Þessi síða hjálpar mjög mikið við lærdóm í stærfræði.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 18.4.2008 kl. 08:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.